149. löggjafarþing — 118. fundur,  6. júní 2019.

dagskrá fundarins.

[10:46]
Horfa

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (Sf):

Herra forseti. Mig langaði að koma hingað upp aftur og ítreka það sem ég endaði á áðan og hvetja til þess að forseti geri hlé á fundinum og kalli þingflokksformenn saman. Samtalið er til alls fyrst. Ekki það að ríkisstjórnin virðist reyndar vera búin að semja við Miðflokkinn um þriðja orkupakkann enda eru þeir þingmenn ekki í húsi. En virðulegur forseti segist hafa ætlað að gera tilraun og ég held að sú tilraun hafi einfaldlega ekki gengið. Ég tek undir með hv. þm. Ágústi Ólafi Ágústssyni: Við getum gert þetta betur en til þess þarf greinilega meira samtal. Ég hvet virðulegan forseta til að stuðla að því samtali í stað þess að stuðla að því að áfram verði allt stál í stál.