149. löggjafarþing — 118. fundur,  6. júní 2019.

dagskrá fundarins.

[10:52]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V):

Herra forseti. Með leyfi forseta:

„Það er forsetinn sem ræður. Hann fer með mjög mikið óskorað vald. Það leggur auðvitað forsetanum skyldur á herðar, eða alvöruforsetum, að þeir reyni að hafa frið um þær ákvarðanir sem þeir taka í krafti embættis síns.

Það er greinilega ekki ætlunin hér. Það má fara að spyrja, virðulegi forseti: Er það ásetningur? Er það orðið að markmiði í sjálfu sér að keyra þetta mál hér áfram í ágreiningi? Fá menn eitthvað sérstakt út úr því að hafa illindi og ósamkomulag, meira að segja um fyrirkomulag og tímasetningu umræðunnar ofan í allt hitt? Það er eiginlega erfitt að draga aðra ályktun af því hvernig forsetar standa hér að verki en að svo sé. Og því mótmælir maður auðvitað algerlega, herra forseti.“

Þetta var hæstv. forseti, þáverandi þingmaður, Steingrímur J. Sigfússon, árið 2007 að mótmæla harðlega nákvæmlega sömu vinnubrögðum þáverandi hæstv. forseta Alþingis, Sturlu Böðvarssonar. Ágætisorð. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)

(Forseti (SJS): Forseti tekur undir það. Þetta var skínandi vel mælt á sínum tíma.)