149. löggjafarþing — 118. fundur,  6. júní 2019.

dagskrá fundarins.

[10:53]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M):

Herra forseti. Það er ómögulegt að sitja hjá þegar gott málþóf er í boði. Annars var ég á leið út í sjoppu að sækja mér popp til að hafa hafa með þessari skemmtilegu umræðu.

Ég tók eftir því að hv. þingmenn í salnum hafa auglýst mikið eftir umræðu um þriðja orkupakkann. Það er nýlunda. Ég vil segja þeim þingmönnum sem hyggjast taka þátt í þeirri umræðu, og ég hvet til þess, að þriðji orkupakkann er nr. 38 á dagskránni í dag. Í millitíðinni geta menn safnað upp í nokkrar ræður og komið til umræðna um það mál sem hafa staðið í smástund.

Það hefur verið frekar (Gripið fram í.) einmanalegt fyrir okkur Miðflokksmenn að vera án þess að fá leiftrandi góðar hugmyndir og ræður frá öðrum þingmönnum. Ég heyri að nú eru menn komnir í gírinn og æstir í að fá þetta mál á dagskrá og ég hvet til þess að svo verði, þegar þar að kemur. Ég hvet alla til að setja sig á mælendaskrá.