149. löggjafarþing — 118. fundur,  6. júní 2019.

dagskrá fundarins.

[10:55]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Ég hef einu sinni náð að smygla mér svoleiðis inn. Það var alveg á óvart.

Nú erum við með þessa stöðu. Auðvitað veit hæstv. forseti hver staðan er þegar hann hefur ekki samráð. Hann breytir dagskránni, búinn að segja að þriðji orkupakkinn sé þarna, færir hann síðan aftast á dagskrá, tekur mál sem eru samkomulagsmál og við viljum ræða þau, vitandi að það sé ákveðin gildra fyrir minni hlutann: Ætlið þið þá að þæfa þetta eða hvað ætlið þið að gera? Það er alltaf partur af ákveðnum samningaviðræðum sem eru í gangi o.s.frv.

Það hvernig forseti gerir þetta er auðvitað eins og að kasta skrúflykli inn í vél þeirra samninga sem eru í gangi sem forsætisráðherra er ábyrgur fyrir. Annaðhvort er hæstv. forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir sammála þessu og vill hafa þetta svona og er þá samábyrg eða hún talar við forseta og segir: Heyrðu, þetta gengur ekki.

Mig grunar samt sem áður að þetta sé partur af því hvernig stjórnin ætlar að semja. Þetta er samningatæknin, þetta er klassískt, þetta er kallað taktíska leiðin til að kaupa sér tíma, taktíska leiðin er að ganga á dyr, skemma samningaviðræðurnar tímabundið til að kaupa sér tíma. (Forseti hringir.) Þetta er í bók sem þið getið kynnt ykkur, 99 lögmál um samningatækni, þetta er eitt af fyrstu lögmálum. Það er nákvæmlega það sem er í gangi. En þetta er allt saman þar af leiðandi á ábyrgð stjórnvalda, Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra (Forseti hringir.) sem ræður þessum samningaviðræðum og forseta sem er að misbeita valdi sínu. (Forseti hringir.) Hann er að fara á svig við lög.

(Forseti (SJS): Hvað sagði hv. þingmaður? Nei, það er betra ef forseti heyrði þetta ekki.)