149. löggjafarþing — 118. fundur,  6. júní 2019.

rafræn viðskipti og önnur rafræn þjónusta.

494. mál
[12:29]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni þessar hugleiðingar. Þetta er kjarni málsins. Það er áhugavert varðandi aukna viðleitni til staðreyndaathugunar. Það væri auðvitað óskandi að við gætum bara keyrt t.d. 150 klukkustunda umræðu um orkupakkann í gegnum einhvers konar gervigreindarstaðreyndastaðfestingu eða -höfnum og fengið einhverja prósentu um hversu hátt hlutfall þessarar löngu umræðu byggðist á staðreyndum máls og hvað ekki.

Þetta er vandamál í pólitískri umræðu og það er auðvitað vandamál þegar stjórnmálamenn leyfa sér að skrumskæla staðreyndir, jafnvel augljósar staðreyndir, með jafn (Forseti hringir.) ófyrirleitnum hætti og við sjáum endalaus dæmi um sem okkur tekst vonandi með svona staðreyndavöktun að berjast gegn.