149. löggjafarþing — 118. fundur,  6. júní 2019.

virðisaukaskattur.

52. mál
[17:21]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni andsvarið og tek heils hugar undir orð hans, sem hann ítrekar, um að að sjálfsögðu eigi að gefa fátæku fólki og sárafátæku fólki kost á því að njóta lágmarkshluta eins og getnaðarvarna. Það er líka mjög mikilvægt að efla fræðslu. Ég tek undir það.

Ég ítreka hins vegar að eins og ég skil frumvarpið er kannski aðalatriði þessa máls að skattleggja ekki varning sem konur þurfa nauðsynlega á að halda vegna líkamsstarfsemi sinnar; að skattleggja hann ekki sem lúxusvarningur væri. En það er það sem við gerum og það er það sem til stendur að leiðrétta.