149. löggjafarþing — 119. fundur,  7. júní 2019.

vinnsla persónuupplýsinga í löggæslutilgangi.

555. mál
[15:33]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég sit hjá hérna en það er ekki af sérstakri andstöðu í sjálfu sér við greinina en við annan yfirlestur yfir þetta leist mér einfaldlega ekki alveg á síðasta málsliðinn og get ekki með góðri samvisku greitt atkvæði með honum að svo stöddu en álasa engum fyrir að greiða atkvæði með honum, enda restin af greininni mjög ítarleg og jákvæð eins og yfirþyrmandi meiri hluti þessa frumvarps.

Ég mun einnig sitja hjá við 11. gr. svo breytta en mun greiða atkvæði með breytingartillögum nefndarinnar hins vegar. Það er sama skýring, ég er ekki alveg viss um útfærsluna þar. Mér líður einfaldlega ekki alveg nógu vel með að greiða atkvæði með henni vegna þess að ég er ekki alveg fullkomlega sannfærður um að þetta sé rétta leiðin sem er farin en styð að öðru leyti málið fyrir utan eitt annað ákvæði sem ég mun fara út í á eftir.