149. löggjafarþing — 119. fundur,  7. júní 2019.

vestnorrænt samstarf á sviði íþrótta barna og unglinga.

462. mál
[15:53]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég vil gera þingheimi grein fyrir því að þessi tillaga mælist mjög vel fyrir hjá frændum okkar í Færeyjum og á Grænlandi. Þeir horfa hingað með lotningu yfir árangri íslenskra íþróttamanna, knattspyrnunni, körfuboltanum og handboltanum, sjá hve mikil uppbyggingin er í íþróttahúsum og að hér er mikið starf í kringum íþróttirnar. Þeir hafa áhuga á að taka þátt í því og þess vegna er þessi tillaga komin fram. Við fylgjumst með því sem er að gerast í íþróttunum og fótboltinn er að spila um helgina og við segjum bara: Áfram Ísland.