149. löggjafarþing — 119. fundur,  7. júní 2019.

samstarf vestnorrænu landanna um tungumál í stafrænum heimi.

463. mál
[15:55]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Sambærileg tillaga var borin upp og samþykkt á vettvangi Norðurskautsráðsins í fyrra og það má líta svo á að þessi tillaga uppfylli í rauninni þau skilyrði sem við settum okkur og öðrum þjóðum á þessu svæði til samstarfs í máltækni, bæði með máltækniátakinu sem er í gangi og núna með samstarfi við önnur tungumálasvæði sem geta líka notið góðs af þeirri vinnu okkar. Vel gert.