149. löggjafarþing — 119. fundur,  7. júní 2019.

húsaleigulög.

795. mál
[16:03]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hér greiða menn atkvæði um mikilvæg atriði í réttindamálum leigjenda. Ég vildi samt fá að nefna og leggja áherslu á þau tilmæli sem umhverfis- og samgöngunefnd sendi til félagsmálaráðuneytisins um endurskoðun á húsaleigulögum og eftirfylgni með þeirri löggjöf sem við erum að setja; að fylgjast með hvaða áhrif þetta hefur á húsnæði í hinum dreifðu byggðum þar sem atvinnurekendur gætu nauðsynlega þurft á húsnæði að halda þar sem er lítið um húsnæði og erfitt að manna störf, helst í ferðaþjónustu og fleiru slíku. Einnig að fylgst sé vel með því hvaða áhrif þetta hefur á gerð leigusamninga, hvort þeir séu orðnir styttri eða annað slíkt.

Þetta er mikilvægt mál en það þarf að fylgjast með afleiðingunum og vildi ég leggja áherslu á það.