149. löggjafarþing — 120. fundur,  11. júní 2019.

svör við fyrirspurnum.

[11:12]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Það er með ólíkindum hvað hæstv. ráðherrar taka sér langan tíma til að svara fyrirspurnum þingmanna. Ég spurði fjármála- og efnahagsráðherra 29. janúar sl. um mál sem tengjast auðlindarentu, skatti á orkufyrirtæki, og enn hefur ekkert svar komið. Í byrjun apríl spurði ég sama hæstv. ráðherra um mál sem tengjast tekjuskatti fyrirtækja, arði fyrirtækja og tekjuskatti sem þau fyrirtæki skila í ríkissjóð, og enn hefur ekkert svar borist. Það er ekki hægt að sætta sig við þennan seinagang. Ég bið forseta að grennslast líka fyrir um þessar fyrirspurnir.