149. löggjafarþing — 120. fundur,  11. júní 2019.

svör við fyrirspurnum.

[11:13]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg):

Forseti. Ég kem bara upp svo að þetta komi ekki út eins og gagnrýni stjórnarandstöðunnar eingöngu því að þetta er sameiginlegt hagsmunamál þingsins alls. Þess vegna tek ég undir með þeim hv. þingmönnum sem hafa talað á undan mér. Það er ótækt að framkvæmdarvaldið og einstaka ráðherrar, sama hvar í flokki þeir eru, sinni ekki þeirri lögbundnu skyldu sinni að svara þinginu innan þess frests sem þeim er gefinn. Komi til þessi að lengri tíma þarf til að svara á einfaldlega að gefa skýrslu um það og vera í góðu samráði við fyrirspyrjanda hverju sinni. En þetta er ósköp einfalt: Það er tímafrestur og þegar þingið spyr eiga ráðherrar að svara. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)