149. löggjafarþing — 120. fundur,  11. júní 2019.

umferðarlög.

219. mál
[15:58]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ástæðan fyrir að ég lít ekki á þetta sem sama hlut er að hjól og bíll komast á mjög mismunandi hraða og aka á mjög mismunandi hraða. Með sömu rökum gæti ég skyldað alla sem fara út fyrir hússins dyr að vera með hjálm. Það er bara öryggistæki. Ég segi: Einhvers staðar verður að hafa mörkin í þessu. Ég tel að mörkin séu þarna, að við þurfum ekki að hafa hjálm á hjóli, vegna þess að rúmlega 90% hjólreiðamanna eru ekki að hjóla með slíkum hraða að það sé raunverulega hættulegra en bara að vera að hlaupa, eða ganga upp á Úlfarsfell eða upp á Helgafell eða hvaða þau heita öll þessi fjöll.

Þegar ég fór síðast á slysavarðstofuna að vori til þá held ég að helmingurinn af þeim sem var að bíða hafi verið að ganga einhvers staðar í kringum bæinn. Stórhættulegt. (Forseti hringir.) Ég hef engan áhuga á að grípa í taumana með það.