149. löggjafarþing — 120. fundur,  11. júní 2019.

virðisaukaskattur.

52. mál
[17:32]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við greiðum atkvæði um mikið réttlætismál. Það gleður mig mjög að það sé komið á þennan stað í þinginu og ég vonast til þess að sjá dyggan stuðning hv. þingmanna við þetta mikilvæga jafnréttismál. Frumvarpið, verði það að lögum, tekur gildi 1. september og ég vildi bara nota þetta tækifæri til að hvetja neytendur, þá auðvitað konur, og þá sem hafa áhuga á neytendavernd, til að fylgjast grannt með 1. september og athuga hvort þessi mikilvæga skattalækkun skili sér ekki örugglega líka út í verðlagið og að verð á þessum mikilvægu vörum, hreinlætis- og getnaðarvörnum kvenna, muni vissulega lækka í kjölfar þessarar virðisaukaskattslækkunar. Ég hvet okkur öll til að fylgjast vel með því.