149. löggjafarþing — 120. fundur,  11. júní 2019.

virðisaukaskattur.

52. mál
[17:33]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Þetta mál er út af fyrir sig góðra gjalda vert en þetta er bútasaumur við virðisaukaskattskerfið. Auðvitað hefði þurft að taka miklu fleiri skref en að taka þetta mál út úr. Ég minni t.d. á lyf. Virðisaukaskattur á lyfjum leggst mjög þungt á bæði aldraða, öryrkja og þá sem minnst hafa á milli handanna. Þannig að mér þykir þetta mál, eins og ég segi, bútasaumur. Það er ekki til þess fallið að einfalda skattkerfið, frekar hitt. Ég mun ekki taka afstöðu í þessu máli af þeirri ástæðu að mér finnst það ekki ganga nógu langt. Ég held að sértækar aðgerðir eigi ekki að vera okkar leiðarljós. Við eigum að gera aðgerðir sem varða heildarfjölda þeirra sem við erum að vinna fyrir, þ.e. landsmenn alla, og þess vegna finnst mér þetta mál ekki ná nógu langt, þótt það sé góðra gjalda vert eins og ég segi.