149. löggjafarþing — 120. fundur,  11. júní 2019.

umferðarlög.

219. mál
[17:53]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Almennt séð er þetta bara mjög gott mál og margar góðar breytingar komnar á þessu frumvarpi. En breytingartillögur sem liggja fyrir eru afleitar af ýmsum ástæðan og sérstaklega hvað varðar hjálmaskylduna sem er verið að setja á. Þar er verið að taka ákvörðun og síðan safna gögnum. Að sjálfsögðu á þetta að ganga í hina áttina, það á fyrst að safna gögnum og síðan taka ákvörðun sem byggir á þeim upplýsingum.

Þess vegna höfnum við þeirri breytingartillögu en almennt séð er frumvarpið bara mjög fínt og við hlökkum til að sjá það raungerast.