149. löggjafarþing — 120. fundur,  11. júní 2019.

umferðarlög.

219. mál
[17:57]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegur forseti. Ég fagna því að þessari breytingartillögu sé hafnað með svo yfirþyrmandi meiri hluta Alþingis. Mér finnst það til marks um að við séum þegar allt kemur til alls á réttri leið í vímuefnamálum og að við hættum að koma fram við vímuefnaneytendur eins og þeir séu geislavirkur úrgangur eða sjálfkrafa glæpamenn og hættum að láta eins og fyrir það eitt að nota vímuefni sé maður einhvers konar úrhrak samfélagsins sem ekki eigi skilið sanngjarna málsmeðferð. Ég fagna því, virðulegi forseti, að þessari hörmulegu tillögu sé hafnað. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)