149. löggjafarþing — 120. fundur,  11. júní 2019.

umferðarlög.

219. mál
[17:58]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég stend að ákvörðun umhverfis- og samgöngunefndar um afturköllun breytingartillögu við 79. gr. frumvarpsins við 2. umr. en sú breytingartillaga fól í sér hjálmaskyldu að 18 ára aldri í stað til 15 ára aldurs. Þess í stað stend ég að þeirri breytingartillögu sem við greiðum nú atkvæði um þar sem nefndin leggur til að hjálmaskylda nái til 16 ára barna, það sem sagt bætist eitt ár við hjálmaskylduna frá því sem nú er í stað tveggja eins og upphaflega tillagan gerði ráð fyrir.

Þannig gefst tími til að skoða málið betur áður en lögin koma til framkvæmda sem verður um næstu áramót en nýlegar rannsóknir frá Danmörku og víðar sýna fram á mjög vaxandi hjálmanotkun, t.d. í Danmörku, sem dregur verulega úr áhættunni á höfuðáverkum, um allt að 50%.

Ég samþykki tillöguna.