Bráðabirgðaútgáfa.

149. löggjafarþing — 120. fundur,  11. júní 2019.

loftslagsmál.

758. mál
[18:39]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir þetta svar. Þetta er athyglisvert mál allt saman. En mig langar í framhaldi af því að beina sjónum mínum að okkur á Íslandi í sambandi við kolefnisspor og annað slíkt.

Nú höfum við verið að ræða þau mál í sambandi við kolefnissporið. Mikill flutningur er á vörum á milli landa með skipum og flugvélum og eins á fólki. Hvernig sér þingmaðurinn fyrir sér að við yrðum sjálfbærari, t.d. í matvælaframleiðslu og öðru slíku, og minnkuðum kolefnisspor vegna innflutnings á matvælum þess vegna? Eins er þetta mjög viðkvæmt mál í sambandi við flugið og þá farþegaflug: (Forseti hringir.) Hvernig getum við mætt því í sambandi við kolefnisspor?