149. löggjafarþing — 121. fundur,  12. júní 2019.

loftslagsmál.

758. mál
[11:09]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg):

Herra forseti. Ég ætla að lýsa ánægju minni með þessar lagabreytingar sem lögfesta ótal hluti, aðgerðaáætlun með fram settum aðgerðum og þá staðreynd að Stjórnarráðið og opinber fyrirtæki og stofnanir eigi að setja sér loftslagsstefnu sem og sveitarfélög og þau gera það fyrir árslok 2021. Skýrsla fyrir Alþingi eftir hentugleikum og reglulega um stöðu loftslagsmála og fleira og ég tala nú ekki um skýra áherslu á aðlögun að loftslagsbreytingum, m.a. með starfi svokallaðs loftslagssjóðs. Lögfesting loftslagsráðs og umbætur á því eru líka í þessu frumvarpi og ég greiði því að sjálfsögðu atkvæði mitt.