149. löggjafarþing — 121. fundur,  12. júní 2019.

þjóðgarðurinn á Þingvöllum.

802. mál
[11:14]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég undirritaði nefndarálitið með fyrirvara og tel rétt að gera örlitla grein fyrir af hverju það er. Það er vegna þess að ég tel að þegar við erum að fjalla um þjóðgarðinn okkar á Þingvöllum þurfum við að huga að því að hann er eftirsóttur áningarstaður, hann er eftirsóttur fyrir atvinnustarfsemi af margvíslegu tagi. Þess vegna tel ég og vildi að meira yrði gert úr því að heimila að taka gjald fyrir annað en bara þjónustu, þ.e. gjald fyrir að fá að reka atvinnustarfsemi í þjóðgarðinum sem er annað og meira en þjónustugjald vegna þess að þetta eru takmörkuð gæði (Forseti hringir.) og eftirsótt og fyrir takmörkuð gæði ber að greiða.