149. löggjafarþing — 121. fundur,  12. júní 2019.

þjóðgarðurinn á Þingvöllum.

802. mál
[11:16]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Þessi tillaga er unnin í Þingvallanefnd þar sem þingmenn Pírata eiga ekki sæti. Jafnvel þó að við ættum það erum við ekki hrifin af þessari nefnd yfir höfuð. Þetta er nefnd sem er skipuð af stjórnmálamönnum og í henni sitja stjórnmálamenn sem taka þessar ákvarðanir. Vissulega er út frá Vatnajökulsþjóðgarðinum verið að vera að færa ákveðnar sambærilegar heimildir inn í Þingvallanefndina en þarna kemur t.d. fram að Þingvallanefnd er heimilt að setja reglugerðir um þessa hluti alla saman. Okkur finnst réttast að fjarlægja stjórnmálamenn úr nefndinni og viljum við ekki bera ábyrgð á þessari Þingvallanefnd þannig að við munum ekki greiða atkvæði um þetta en ekki setja okkur neitt sérstaklega upp á móti því heldur.