149. löggjafarþing — 121. fundur,  12. júní 2019.

fiskeldi.

647. mál
[14:15]
Horfa

Frsm. meiri hluta atvinnuvn. (Kolbeinn Óttarsson Proppé) (Vg) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þingmanni brýninguna og treysti því að hann komi henni líka til hv. samflokksmanna sinna í hv. atvinnuveganefnd — þetta voru mörg „háttvirt“ — sem stóðu m.a. með meiri hlutanum að þeirri tillögu sem við drógum til baka. Ég er sammála hv. þingmanni að það þarf að ræða þetta vel.

Mín afstaða almennt í lagasetningu er sú að lög þurfi að vera skýr. Það þarf að vera ljóst hvar þau hafa áhrif. Það eru stóru hagsmunirnir sem standa framar, að mínu viti, hagsmunum einstakra (Gripið fram í.) fyrirtækja eða landsvæða. Það þarf einfaldlega að vera skýrt hvaða reglur gilda.

Ég ítreka svo að það sem um er að ræða snýr í raun að því hverjir þurfi að sækja um inn í nýja kerfinu, ekki neitt annað en það.