149. löggjafarþing — 123. fundur,  14. júní 2019.

tilkynning forseta.

[10:34]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Háttvirtir alþingismenn. Áður en gengið er til dagskrár vill forseti tilkynna að á fundi forsætisnefndar fyrr í morgun var samþykkt að ráða Rögnu Árnadóttur, aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar, í embætti skrifstofustjóra Alþingis. Ragna Árnadóttir tekur við embættinu 1. september nk. en þá lætur jafnframt af störfum núverandi skrifstofustjóri, Helgi Bernódusson. Honum verða þökkuð góð störf síðar en Ragna Árnadóttir er boðin velkomin til starfa og vonir bundnar við gott og farsælt samstarf við hana.

Þess má geta að Ragna Árnadóttir verður fyrsta konan til að gegna þessari æðstu embættismannsstöðu í landinu og er eitt vígið enn fallið þar.