149. löggjafarþing — 123. fundur,  14. júní 2019.

kynrænt sjálfræði.

752. mál
[15:53]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er vissulega svo í lífinu að mörgum spurningum er ósvarað og verður enn um sinn. Þeirri spurningu er hins vegar ekki ósvarað hvort tilteknir minnihlutahópar eigi að njóta sömu réttinda og annað fólk og þetta mál snýst um réttindi minnihlutahópa, mjög mikilsverð réttindi sem snúa að því að það að skilgreina sjálfir kyn og að kynvitund njóti viðurkenningar og að standa vörð um líkamlega friðhelgi fólks. Við viljum að þessi friðhelgi nái jafnframt til barna og erum þess vegna með á breytingartillögu um að banna slíkar aðgerðir á fólki með ódæmigerð kyneinkenni nema brýnar heilsufarslegar ástæður liggi þar að baki.

Að öðru leyti tel ég hér um mikilsvert framfaramál að ræða.