149. löggjafarþing — 123. fundur,  14. júní 2019.

kynrænt sjálfræði.

752. mál
[16:02]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Hér er um að ræða sömu takmörkun og er til staðar þegar kemur að nafnbreytingum, þá að það má einungis gera þetta einu sinni á ævinni nema einhverjar sérstakar ástæður liggi að baki. Ég átta mig á því að það geta þurft að vera takmarkanir á slíkum breytingum. Mér finnst þær hins vegar of miklar, bæði í þessu frumvarpi og í lögum um mannanöfn, og þess vegna sit ég hjá við þessa tilteknu grein.