149. löggjafarþing — 123. fundur,  14. júní 2019.

kynrænt sjálfræði.

752. mál
[16:10]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég verð eiginlega að greiða atkvæði gegn þessari tillögu núna þegar hin, sem var ívið betri, hefur verið felld, þ.e. að setja inn í frumvarpið sjálft þær breytingar sem við vildum fá. Í þessu bráðabirgðaákvæði er það þarft, fyrst fyrri tillagan var felld, þótt ég hafi tekið þátt í að leggja hana fram.

Mér fannst rétt að nefna það vegna þess að ég er meðflutningsmaður tillögunnar.