149. löggjafarþing — 123. fundur,  14. júní 2019.

kynrænt sjálfræði.

752. mál
[16:10]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Ég held að það sé mikilvægt að þetta bráðabirgðaákvæði haldist og að sú vinna verði sett í gang sem þar er gert ráð fyrir varðandi samráð um ákveðna þætti sem vissulega eru viðkvæmir og umdeildir meðal bæði samtaka hinsegin fólks og gagnvart fagaðilum á heilbrigðissviði. Það er mikilvægt að þarna eigi sér stað samtal sem miðar að því að ná samstöðu eða sameiginlegri niðurstöðu. Þess vegna greiði ég atkvæði gegn þessari tillögu.