félagsleg aðstoð og almannatryggingar.
Herra forseti. Hér er stigið eitt enn of lítið skref í afnámi krónu á móti krónu skerðingar. Samfylkingin styður að sjálfsögðu málið en minnir á að það þarf að gera miklu betur. Öryrkjar hafa ekki notið þess uppgangs sem hér hefur átt sér stað á undanförnum árum í sama mæli og mörg okkar hinna sem betur hafa það, þar á meðal við öll í þessum þingsal.
Nú þegar harðnar á dalnum í efnahagslífinu er nauðsynlegt að verja velferð þessa fólks. Það þarf aukið átak í þeim efnum. Þrátt fyrir að þessar breytingar sem eiga sér stað núna séu mikilvægar þurfum við líka að muna eftir þeim sem lifa eingöngu á lífeyri og hann þarf að hækka.
Við segjum já.