149. löggjafarþing — 123. fundur,  14. júní 2019.

félagsleg aðstoð og almannatryggingar.

954. mál
[16:17]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við greiðum hér atkvæði um 65 aura frumvarp ríkisstjórnarinnar. 65 aurar verða enn þá teknir af hverri krónu hjá öryrkjum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur virðist hafa fundið breiðu bökin þar sem öryrkjar eru. Það kemur fram bæði í þessu máli og fleirum. Öryrkjar eiga greinilega að fá að bera byrðarnar áfram og eiga enn eftir að fá að bíða eftir réttlæti um nokkra hríð í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur.

Þetta er til skammar og það hefði t.d. verið mjög ódýrt að hækka þetta hlutfall, þótt ekki hefði verið nema upp í hálfa krónu. Það hefði verið mjög ódýrt og leikur einn að finna fé til þess arna. Það er því miður ekki gert.

Að sjálfsögðu segjum við já við þessu en við hefðum viljað taka miklu stærra skref.