149. löggjafarþing — 124. fundur,  18. júní 2019.

Frestun á skriflegum svörum.

[13:34]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hafa bréf frá eftirfarandi ráðherrum þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum, frá utanríkisráðherra vegna fyrirspurna á þskj. 1087, um nefndir, starfshópa, faghópa og ráð á vegum ráðuneytisins, frá Ingu Sæland, og á þskj. 1571, um útgjöld og notkun á almennum og sérsmíðuðum hugbúnaði hjá ráðuneytinu og sendiráðum, frá Birni Leví Gunnarssyni.

Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vegna fyrirspurna á þskj. 1564, um útgjöld og notkun á almennum og sérsmíðuðum hugbúnaði hjá ráðuneytinu og undirstofnunum þess, frá Birni Leví Gunnarssyni.

Loks hafa borist sex bréf frá mennta- og menningarmálaráðherra vegna fyrirspurna á þskj. 1536, um réttindi barna dvalarleyfisumsækjenda og barna umsækjenda um alþjóðlega vernd til náms, frá Jóni Þór Ólafssyni á þskj. 1355, um hlutverk fjölmiðlanefndar, frá Kolbeini Óttarssyni Proppé; á þskj. 1321, um húsaleigukostnað framhaldsskóla, frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur; á þskj. 1455, um skrifstofur og skrifstofustjóra í ráðuneytinu, frá Birni Leví Gunnarssyni; á þskj. 1566, um útgjöld og notkun á almennum og sérsmíðuðum hugbúnaði hjá ráðuneytinu og undirstofnunum þess, frá Birni Leví Gunnarssyni, og á þskj. 1600, um greiðslu iðgjalda í lífeyrissjóð af námslánum, frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.