149. löggjafarþing — 124. fundur,  18. júní 2019.

fiskveiðar utan lögsögu Íslands.

776. mál
[14:21]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þarf svo sem ekki að halda langa ræðu um það að ég er efnislega ósammála öllu sem hv. þingmaður sagði hér og er líka að vandræðast með formið sem var rætt um í ræðunni um hæfi dómara í dómnum sem sneri við dómi héraðsdóms. Spurningin er: Hvað á þingið nú að gera í því?

Dómarar meta hæfi sitt sjálfir. Ég velti mjög mikið fyrir mér hvernig þessi ákveðni dómari getur verið vanhæfur af því að hann hafi unnið í sjávarútvegsráðuneytinu á árum áður og að á árum áður hafi niðji hans starfað fyrir hönd LÍÚ. Mér finnst það afar langsótt. Hér er deilt á milli þeirra sem stunda sjávarútveg. Þar togast á hagsmunir og hefði dómurinn farið á hinn veginn hefðu einhverjir aðrir sagt að dómarinn hefði verið vanhæfur.

Við getum endalaust rætt um hæfi og vanhæfi en ég velti fyrir mér hvernig þingið eigi að bregðast við því. Ég sé engin ráð fyrir þingið til að bregðast við einhverju slíku með hæfi eða vanhæfi dómara í svona máli.