149. löggjafarþing — 124. fundur,  18. júní 2019.

fiskveiðar utan lögsögu Íslands.

776. mál
[14:26]
Horfa

Frsm. minni hluta atvinnuvn. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Það má vel vera að hv. þingmanni finnist það mjög langt gengið, en ég krefst þess að þetta verði skoðað því að þarna er verið að tala um nákvæmlega sömu menn og voru undir þegar niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu kom fram í Al Thani málinu. Ég tel það vera skyldu okkar að fara yfir það mál og fá sérfræðinga til að ræða stöðuna.

Ég veit að hv. þingmaður kemst ekki hingað til að svara mér aftur af því að við getum ekki endalaust staðið hér í samtali, en skildi ég hv. þingmann rétt að hann teldi niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu vegna Al Thani málsins hafa engin áhrif á það mál? Þá myndi vanhæfi svo sem að sama skapi ekki hafa nein áhrif á þessa niðurstöðu Hæstaréttar.

Þetta þarf nefndin að skoða og fara vandlega yfir og ég vona að hún geri það.