149. löggjafarþing — 124. fundur,  18. júní 2019.

kynrænt sjálfræði.

752. mál
[16:01]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Ég vil fyrst og fremst þakka Alþingi fyrir að taka svo skýra afstöðu í þessu réttindamáli fólks sem lengi hefur mátt bíða eftir þeim sjálfsögðu réttindum að geta sjálft tekið ákvarðanir um eigið kyn. Ég er mjög þakklát hv. allsherjar- og menntamálanefnd fyrir þá vinnu sem hún hefur lagt í málið til að skapa um það aukna sátt og samstöðu. Ég veit líka að með þessu frumvarpi er ekki öllum spurningum svarað en eigi að síður er þetta mjög stórt skref fram á við til að tryggja réttindi, kannski ekki fjölmenns hóps en mikilvægs hóps, því að öll erum við fólk og öll eigum við að njóta þessara réttinda.

Ég segi já.