149. löggjafarþing — 124. fundur,  18. júní 2019.

kynrænt sjálfræði.

752. mál
[16:04]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Ég tek undir að það er ánægjulegt að fá að standa hér og taka þátt í atkvæðagreiðslu um þetta stóra og mikilvæga réttindamál. Sjálfstæðisflokkurinn ályktaði á síðasta landsfundi sínum um mikilvægi þess að Ísland væri áfram leiðandi í málefnum hinsegin fólks og að við ættum að vera í fremstu röð með metnaðarfulla löggjöf um kynrænt sjálfræði. Í þeim lögum yrði kveðið á um að einstaklingar megi sjálfir ákveða kyn sitt og það er það sem við samþykkjum hér í dag. Ég fagna því að sjá hversu mörg græn ljós eru á töflunni.