149. löggjafarþing — 124. fundur,  18. júní 2019.

félagsleg aðstoð og almannatryggingar.

954. mál
[16:10]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg):

Virðulegi forseti. Hér er verið að stíga mikilvægt skref þó að auðvitað megi alltaf segja að það gæti verið stærra. Það er verið að auka greiðslur til öryrkja um sem nemur tæpum 3 milljörðum á þessu ári og 4 milljörðum á ársgrundvelli, til lengri tíma litið. Málið batnaði í meðförum hv. velferðarnefndar en það er mikilvægt að halda áfram að bæta kjör þeirra sem lakast standa. Á þeirri vegferð eru núverandi stjórnvöld í landinu.

Ég segi já.