149. löggjafarþing — 124. fundur,  18. júní 2019.

félagsleg aðstoð og almannatryggingar.

954. mál
[16:11]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Við erum að minnka krónu á móti krónu niður í 65 aura á móti krónu. Sú hungurlús dugir hvergi til. Það var hægt að gera þetta með einu pennastriki fyrir eldri borgara — og það sem er eiginlega verra við þetta mál er að þessar skerðingar eru gerðar fyrir skatta. Þannig að þetta er vont mál. Það er ömurlegt til þess að vita að við skulum alltaf skammta öryrkjum minnst og síðast. Enn einu sinni á að gera og það sem ég óttast mest er að það eigi aldrei að taka krónu á móti krónu algjörlega út heldur bara að festa í sessi einn þriðja, vegna þess að það er ekki gert ráð fyrir meira en 4 milljörðum á næsta ári í þetta. Þar af leiðandi er það bara einn þriðji sem á að lögfesta.

Það er ömurlegt til þess að vita en það verður að segja já við þessu vegna þess að öryrkjar geta ekki beðið. Þeir verða að fá allt sem þeir geta fengið en það er ömurlegt. Ég vona samt heitt og innilega að það verði gengið þannig frá þessu að króna á móti krónu hverfi.