félagsleg aðstoð og almannatryggingar.
Virðulegur forseti. Það er spurning um forgang, siðferði og gildismat að rétta hlut öryrkja. Ríkisstjórnin hefur málað sig út í horn í samskiptum við þennan hóp og sáldrar nú út dúsu í örþrifum, þó eftir að hafa skorið u.þ.b. fjórðung af því sem fyrirhugað var, ríflega 1 milljarð, sem hefði sennilega þó dugað til að draga úr skerðingum í 50 aura af hverri krónu. Vandinn er ekki mestur hjá þeim sem skerðast vegna tekna. Hann er alvarlegastur hjá þeim sem hafa engar tekjur sem hægt er að skerða, sem lifa undir atvinnuleysisbótum og hafa ekki möguleika og munu ekki hafa möguleika til atvinnuþátttöku. Krafan er hækkun grunnlífeyris þegar í stað og einföldun kerfisins.
Virðulegur forseti. Þetta er snautlegt viðbragð. Aumt er það og nálgast það að vera hrein niðurlæging. Ég er hugsi yfir þessu verklagi en segi þó já.