innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.
Herra forseti. Ekki hefur farið fram nákvæmt mat á hæfilegri stærð Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta. Samfylkingin telur að í ljósi efnahagshrunsins 2008 sé varhugavert að lækka iðgjöld aðildarfélaga þegar ekki liggur fyrir festa í því regluverki sem ætlunin er að framkvæma og tekur þar undir álit Neytendasamtakanna um málið. Hv. þingmenn eru ekki sammála okkur og því þurfum við, neytendur, viðskiptavinir bankanna, að sjá til þess að svigrúmið sem skapast verði til hagsbóta fyrir innstæðueigendur og það er ekkert annað en eftirlit okkar neytenda sem getur passað upp á það. Fer svigrúmið til að auka arð fjármálafyrirtækjanna eða leggst það með neytendum? Þessu þurfum við að fylgjast með.