149. löggjafarþing — 124. fundur,  18. júní 2019.

fiskeldi.

647. mál
[19:23]
Horfa

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (Sf):

Herra forseti. Við greiðum hér atkvæði um breytingartillögu minni hluta um að óheimilt verði að heimila nýtingu Jökulfjarða í Ísafjarðardjúpi undir fiskeldi. Jökulfirðirnir eru að hluta friðland, og hafa verið það í áratugi, og var það mjög framsýnt fólk fyrir vestan sem lagði þá friðlýsingu til á sínum tíma. Ég tel, og það er skoðun minni hluta, að það sé viðeigandi að við samþykkjum að ekki sé stunduð atvinnustarfsemi á þessu svæði þar sem hvorki er rafmagn, vegir né aðrir innviðir og það sama ætti að eiga við um fiskeldið.

Þingmaðurinn segir já.