149. löggjafarþing — 124. fundur,  18. júní 2019.

fiskeldi.

647. mál
[19:30]
Horfa

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (Sf):

Herra forseti. Minni hluti atvinnuveganefndar leggur til hækkun á gjaldi í umhverfissjóð um 5 kr. Hugsunin þar er fyrst og fremst að auka hvata til að fara í annars konar fiskeldi, þ.e. í lokuðum kvíum eða með geldlax. Þó að tillögur meiri hlutans hvað þetta varðar, þ.e. að lækka gjaldið gagnvart þeim aðilum sem nota lokaðar kvíar og geldfisk, séu mjög góðar — við fögnum þeim einmitt í nefndarálitinu — teljum við að ganga megi lengra í hvata til slíks fiskeldis og leggjum því þessa breytingartillögu til.

Þingmaðurinn segir já.