149. löggjafarþing — 124. fundur,  18. júní 2019.

fiskeldi.

647. mál
[19:36]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg):

Forseti. Ég vek athygli á því að breytingartillaga meiri hlutans, sem við greiðum atkvæði um, snýr í raun að því að bæta við fulltrúa í umrædda nefnd, að þar verði fulltrúi umhverfis- og auðlindaráðherra. Mér finnst það að mörgu leyti spennandi nýjung, sem kannski mætti skoða víðar í stjórnkerfinu, að hafa samráðsnefnd sem sest yfir umdeild mál, nóg er af þeim í okkar ágæta samfélagi, og skoðar þau og hvaðeina sem viðkemur í hverjum málaflokki fyrir sig. Ég ítreka að það er síðan Hafrannsóknastofnun sem gefur út áhættumat. Ráðherra getur annaðhvort hafnað eða staðfest en ekkert annað þannig að óháð þessari nefnd er álit Hafrannsóknastofnunar bindandi.