149. löggjafarþing — 125. fundur,  19. júní 2019.

aðgerðaáætlun um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna.

957. mál
[16:43]
Horfa

Þórarinn Ingi Pétursson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég ætla að leyfa mér að tala um mig sem neytanda og sem matvælaframleiðanda. Sem neytandi og matvælaframleiðandi í einu orði, einni setningu, fagna ég þingsályktunartillögunni. Ég þakka öllum þeim sem hafa komið að þessari vinnu. Ég var svo heppinn að fá að taka aðeins þátt í henni líka. Ég vil bara segja við þá sem halda því fram að bændur landsins séu uggandi, sárir og reiðir yfir því sem hér er verið að gera, (Gripið fram í: Þeir eru það.) að það er rangt.