149. löggjafarþing — 126. fundur,  19. júní 2019.

fiskeldi.

647. mál
[19:52]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Alþingismenn handpikka ekki fyrirtæki inn á þau svæði sem eru burðarþolsmetin. Það er alveg á hreinu. Það eru fleiri en einn aðili sem sækja um í hverjum firði sem er burðarþolsmetinn. Sumir eru búnir að skila frummatsskýrslu og eru komnir á endastöð, aðrir ekki. Það kemur skýrt fram hjá Skipulagsstofnun, í áliti sem ég tel að hv. þingmaður hefði átt að vera búinn að kynna sér, að ef um stækkun er að ræða er það háð lögum um umhverfismat með sama hætti og gildir um nýframkvæmd áform. Þetta hefði ég haldið að hv. þingmaður legði sig fram um að kynna sér áður en hann fer að flytja breytingartillögu sem er algjörlega absúrd. Sú breytingartillaga myndi ná til allra þeirra í framtíðinni sem væru að stækka við sig, að þeir færu eftir gömlu lögunum. Út í hvaða forarpytt værum við að fara þá?

Við erum hér að setja almenn lög en ekki sértæk lög (Forseti hringir.) til að eltast við einhverjar vinsældir í sínu kjördæmi. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)