149. löggjafarþing — 126. fundur,  19. júní 2019.

menntun, hæfni og ráðning kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.

801. mál
[20:47]
Horfa

Frsm. meiri hluta allsh.- og menntmn. (Þórarinn Ingi Pétursson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel að hvor leiðin sem er sé fær, þ.e. að ef sú breytingartillaga sem ég lagði fram verður samþykkt yrði tíminn nýttur í framhaldinu, sumarið og haustið nýtt, til að reyna að fara þann veg að sætta þau sjónarmið sem uppi eru sem okkur hv. þingmönnum í allsherjar- og menntamálanefnd eru orðin mjög vel kunn. Ég tel að tímasetningin sé svo sem ágæt. Það er mjög gott að frumvarpið verði að lögum og að menn nýti tímann í framhaldinu, til 1. desember 2019, til að skila af sér og vinna að málinu og ná sáttum. Ég trúi ekki öðru en þeim sem treyst er fyrir uppeldi æsku Íslands auðnist að ná saman um farsæla niðurstöðu.