149. löggjafarþing — 126. fundur,  20. júní 2019.

dýrasjúkdómar o.fl.

766. mál
[00:08]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það frumvarp sem hér liggur fyrir er afrakstur mikillar vinnu sl. 18 mánuði og ég þakka bæði starfsfólki ráðuneytisins og atvinnuveganefnd fyrir góða og mikla vinnu og ekki síður þeim fjölmörgu sérfræðingum sem komið hafa að vinnu við þetta mál.

Eins og hér hefur komið fram er þetta viðbragð við dómum Hæstaréttar og EFTA-dómstólsins. Frumvarpinu er ætlað að stöðva það ólögmæta ástand sem staðið hefur sl. átta ár og greiða úr þeim þjóðréttarlegu skuldbindingum sem við höfum ekki fullnustað fyrir en nú, sem gerðar voru af hálfu íslenskra stjórnvalda í byrjun þessarar aldar. Við tryggjum um leið öryggi og matvælavernd búfjárstofna með þeirri þingsályktun sem við samþykktum fyrr í dag og tryggjum og bætum samkeppnisstöðu íslenskrar matvælaframleiðslu.

Verkefni næstu mánaða er að ganga fram og framfylgja þeirri aðgerðaáætlun sem samþykkt var í dag. Ég geng til þess verks fullur gleði og með mikilli bjartsýni.