149. löggjafarþing — 126. fundur,  20. júní 2019.

dýrasjúkdómar o.fl.

766. mál
[00:11]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Í heildina er þetta mál sem hefur verið unnið vel, ekki síst innan atvinnuveganefndar. Þetta er mál sem að mínu mati mun til lengri tíma styrkja íslenska landbúnaðarframleiðslu og um leið renna sterkari stoðum undir hinar dreifðu byggða landsins og þar með aðrar atvinnugreinar sem henni tengjast eins og ferðaþjónustu og fleiri þætti. Ég mun greiða atkvæði með þessu máli nema hvað ég mun ekki greiða atkvæði með breytingartillögunni sem að mínu mati er ekkert annað en eftirgjöf gagnvart óbilgirni Miðflokksins í þessu máli þar sem ég tel akkúrat enga ástæðu til að fresta þessu máli enn og aftur til að lina þjáningar Miðflokksins.

Ég tel einfaldlega málinu vera vel háttað eins og ríkisstjórnin lagði upp með það en síðan breytti atvinnuveganefnd dagsetningunni að yfirlögðu ráði eftir góða undirbúningsvinnu og ég styð þá breytingu.