149. löggjafarþing — 126. fundur,  20. júní 2019.

dýrasjúkdómar o.fl.

766. mál
[00:13]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg):

Herra forseti. Ég styð það frumvarp sem hér um ræðir en minni um leið á lykilatriði sem ekki hefur verið minnst á í allmörgum ræðum um efnið. Það er kolefnisspor mannafóðurs og munurinn á heimafengnum bagga og innfluttum matvælum í þeim efnum. Þetta mál og landbúnaður yfir höfuð snýst um meira en gæði og neytendavernd, það snýst um loftslagsmálin, raunverulega og áþreifanlega hlýnun, það snýst um að flytja inn eða flytja ekki inn kjöt þúsundir kílómetra leið eða bláber frá Chile með flugi. Innflutningur landbúnaðarvara verður ávallt í verulegum mæli en við verðum að stýra honum, t.d. með þessu frumvarpi og öðrum, bæði hvað varðar gæði, neytendur, lýðheilsu — og vegna loftslagsvandans.

Ég segi því já.