149. löggjafarþing — 126. fundur,  20. júní 2019.

fiskeldi.

647. mál
[00:32]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg):

Forseti. Það er hálfankannalegt að vera hér að tala um breytingartillögu sem ég er skrifaður sem 1. flutningsmaður á en var engu að síður með fyrirvara við. Hér er lögð til ákveðin leið til að finna skurðpunktinn gagnvart gamla kerfinu. Við þá sem hafa ekki sett sig alveg inn í þetta má segja að þetta snýst allt um það að loka dyrunum á eftir gamla kerfinu af því að við viljum að sem flestar umsóknir um ný leyfi og uppbyggingin fari að mestu leyti fram í nýja kerfinu.

Ég hefði valið annan skurðpunkt en varð ofan á hjá meiri hlutanum. Ég hefði viljað ganga lengra því að ég hefði viljað fá meira af framleiðslumagni inn í nýja kerfið. Til þess erum við að setja hér ný lög um þetta. Hins vegar horfi ég á stóru myndina og ég get stutt mál þó að ég sé ekki sáttur við hvert einasta smáatriði í henni.

Þess vegna segi ég já. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)