149. löggjafarþing — 126. fundur,  20. júní 2019.

fiskeldi.

647. mál
[00:34]
Horfa

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (Sf):

Herra forseti. Við í Samfylkingunni teljum ekki koma til greina að styðja þessar breytingartillögur meiri hlutans um tilhögun leyfismála á burðarþolsmetnum svæðum. Eins og ég sagði í ræðu minni fyrr í dag um málið er sú leið sem meiri hlutinn hefur valið varðandi tilhögun leyfismála á burðarþolsmetnum svæðum vonbrigði. Sú leið sem valin er þýðir að lítið magn, ef nokkurt, á burðarþolsmetnu svæðunum verður eftir til úthlutunar samkvæmt nýju lögunum.

Við erum hér að búa til betri löggjöf og við trúum því að með henni fari betur á, ekki síst fyrir samfélögin, að farið verði með umsóknir samkvæmt henni í stað þess að fyrstur komi, fyrstur fái, eins og gamla löggjöfin hefur boðið upp á.